Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bíllinn leggur meðan ég fæ mér drykk - smart #3 reynslu­akstur

„Vá, hvað hann er flottur,“ hugsaði ég strax. Straumlínulagaður og glansandi, hvít leðursæti, hárauð öryggisbelti, ég varð næstum því feimin, eins og ég hefði mætt í partý þar sem allir væru miklu yngri en ég. Meira að segja grafíkin á skjánum í mælaborðinu var „ung og hress“. smart #3, flunkunýi lúxusrafbíllinn úr smiðju Mercedes-Benz er sannarlega sportleg týpa. Hann er kominn til landsins og ég fékk að prófa.

Samstarf
Fréttamynd

Toyota sýnir úr­vals fyrir­tækja­bíla á Verk og vit

Toyota á Íslandi hefur þjónustað íslenskt atvinnulíf í marga áratugi með góðum árangri. Á stórsýningin Verk og vit sem haldin verður í Laugardag 18.-21. apríl mun fyrirtækið sýna nokkra úrvals bifreiðar sem henta ólíkum fyrirtækjarekstri.

Samstarf
Fréttamynd

Villta vestrið í gjald­töku bílastæða

Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða.

Neytendur
Fréttamynd

Inn­lit í Minkinn

Í síðasta þætti af 0 upp í 100 leit Magnea Björg á lítið hjólhýsi sem kallast Mink Camper og er íslenskt hugvit og er kallað Minkurinn á íslensku.

Lífið
Fréttamynd

Fólk leggi of oft eins og Tjokkó

Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. 

Innlent
Fréttamynd

Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum. 

Innlent
Fréttamynd

Leið eins og stjórnanda geim­skips

Það voru blendnar tilfinningar sem bærðumst um í brjósti blaðamanns þegar hann labbaði léttstígur að húsakynnum Toyota á Íslandi við Kauptún í Garðabæ fyrir viku síðan. Smá fiðringur í maganum en líka örlítið stress.

Samstarf
Fréttamynd

Hjólin hvert öðru glæsi­legra

Bifhjólasamtökin Sniglarnir fagna fjörutíu ára afmæli í dag. Sérstök sýning var því meðal annars í Reykjavík í dag á hundrað og fjörutíu mótorhjólum. 

Lífið
Fréttamynd

Mikill sam­dráttur í ný­skráningu fólks­bíla milli ára

Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. 

Innlent
Fréttamynd

Barnið stökk út úr bílnum á ferð

Níu ára piltur sem stalst til þess að aka leigubíl um Bakkana í Breiðholti á sunnudag stökk út úr bílnum á ferð þegar lögregla kom auga á hann. Bíllinn endaði uppi á kantsteini og skemmdist lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Dældu skemmdri dísel­olíu á bíla sína

Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini.

Neytendur
Fréttamynd

Hefur alltaf verið með bullandi bíla­dellu

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur birst landsmönnum á skjánum í þáttunum LXS. Hún er nú að fara af stað með nýja bílaþætti sem heita 0 upp í 100. Blaðamaður ræddi við Magneu um bíladelluna. 

Lífið
Fréttamynd

Hamingju­söm og þakk­lát Katrín Tanja á splunku­nýjum jeppa

Fyrrum CrossFit heimsmeistarinn og afreksíþróttakonan Katrín Tanja nýtur lífsins í Norður-Idaho í Bandaríkjunum þar sem hún er búsett ásamt unnusta sínum, íþróttamanninum Brooks Laich. Parið festi nýverið kaup á svörtum Land Rover Defender jeppa og birti Katrín Tanja mikla gleðifærslu á Instagram í tilefni af því. 

Lífið